top of page
BLIK1992.jpg

ANNA SÓLVEIG SMÁRADÓTTIR

Sjúkraþjálfun M.Sc.

Menntun:

Sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun frá 2018.

M.Sc í Hreyfivísindum frá Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands frá 2015. Rannsókn: Áhrif sérhæfðrar jafnvægisþjálfunar á líkamsstarfsemi, færni og þátttöku hjá fólki með MS sjúkdóm.

Sjúkraþjálfari MSPT frá University of Alabama í Birmingham (USA) árið 2003. Lokaritgerð:  „Áhættuþættir og forvarnir krossbandaslita hjá ungum íþróttakonum„

Starfsferill:

Starfaði sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi frá 2004-2017, lengst af á taugasviði en einnig á verkjasviði. Hefur einnig starfað hjá Starfsendurhæfingu Vesturlands og nú síðast í Hæfi endurhæfingarstöð.  Hefur verið sjúkraþjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA frá 2010 og sinnt meiðslaforvörnum og styrktarþjálfun í yngri flokkum og m.fl.kvk .  Hefur sinnt verkefnum hjá KSÍ, bæði í æfinga-og keppnisferðum A landsliði kvk og meiðslaforvörnum hjá yngri landsliðum kvk og kk.  

Hefur komið að verklegri og bóklegri kennslu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, bæði á afreksíþróttasviði og á sjúkraliðabraut. Hefur verið með fræðslufyrirlestra og námskeið um líkamsbeitingu og hreyfingu fyrir vinnustaði,  sett upp  Bak- og hreyfiskóla í Starfsendurhæfingu Vesturlands og var með í að þróa og kenna Bakmennt í Hæfi endurhæfingarstöð.

Er stofnandi og eigandi Hreyfistjórn frá 2015 sem heldur úti hóptímum í FysioFIT, Fysio Flow og Fysio Flex, hlaupaþjálfun ofl.

Námskeið og endurmenntun:

Hefur sótt fjölda námskeiða í greiningu og meðferð vegna stoðkerfisvanda (s.s. öxl, hné, bak), nálastungunámskeið, greiningu , meðferð og forvörnum íþrótta-og álagsmeiðsla, í verkjafræðum og  langvinnum verkjum,  í greiningu á vanda í mjaðmagrind og þjálfun eftir barnsburð, streitutengdum einkennum og bandvefsfræðum.

Önnur námskeið og réttindi: STOTT Pilates kennararéttindi , Fysio Flow kennsluréttindi og CrossFIT  level 1 þjálfararéttindi

Áhugasvið:

Íþróttameiðsli og meiðslaforvarnir, kvennaheilsa, jafnvægis-,  stöðuskyns- og færniþjálfun, líkamsvitund, hreyfigreining og skimun,  æfingameðferð og fræðsla vegna verkja, bandvefsfræði, almenn þjálfun.

Anna Sólveig: Our Team
bottom of page